Um EFS

Eignarhaldsfélag Suðurlands, EFS, var stofnað 15. desember 1999. Stofnhluthafar félagsins eru Atvinnuþróunarsjóður Suðurlands, síðar Atvinnuþróunarfélag Suðurlands, nú SASS, Byggðastofnun og Lífeyrissjóður Suðurlands, sem síðar varð Festa lífeyrissjóður. Stofnun EFS tengist þingsályktunartillögu um stefnu í byggðamálum fyrir árin 1999-2001, sem samþykkt var á Alþingi þann 3. mars 1999. Þar eru gefnir möguleikar á að stofna svæðisbundin eignarhaldsfélög með þátttöku Byggðastofnunar o.fl.

Tilgangur EFS er að taka þátt í stofnun og starfsemi annarra félaga sem rekin eru á grundvelli arðsemissjónarmiða, fela í sér nýmæli í atvinnulífi og eru mikilvægur þáttur í uppbyggingu atvinnulífs á Suðurlandi. Félagið fjárfestir í hlutabréfum slíkra félaga eða í skuldabréfum sem breyta má í hlutabréf í þeim. Fjárfestingar eru í samræmi við fyrir fram mótaða fjárfestingarstefnu. 

Tilgangur félagsins er jafnframt öll önnur starfsemi sem nauðsynleg telst til að ná ofangreindum markmiðum og er í samræmi við gildandi lög, þar með talið að kaupa og reka fasteignir eða aðrar eignir og taka þátt í öðrum aðgerðum sem stuðlað geta að arðbærum atvinnurekstri sunnlenskra fyrirtækja.

Núverandi eigendur félagsins eru: Byggðastofnun, sveitarfélög á Suðurlandi og fagfjárfestar.

Stjórn félagsins leggur mat á fjárfestingar í samræmi við fjárfestingastefnu, möguleiki er að kalla til fagaðila við mat á verkefnum.

Umfjöllun stjórnar er óháð og fagleg og eru umsóknir er afgreiddar eins fljótt og auðið er.