Upplýsingar fyrir umsækjendur

Með umsóknum um aðild EFS að verkefnum þarf að senda allar upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að unnt sé að leggja mat á verkefnin. Til leiðbeiningar eru eftirfarandi þættir settir fram og er æskilegt að þeir komi fram í umsókn:

  • Tilgangur félagsins og starfsemi þess. Hvar fer starfsemin fram og hver er grunnur að þeirri hugmynd sem verkefnið snýst um? Helstu kostir hugmyndarinnar og helstu gallar.
  • Upplýsingar um þá sem standa að baki hugmyndinni - starfsreynsla og menntun.
  • Fyrirtækið sjálft, helstu stjórnendur og starfsfólk.
  • Upplýsingar um þann markað sem fyrirtækið mun starfa á, hugsanleg viðbrögð markaðarins og samkeppnisaðilar. Markhópar fyrirtækisins.
  • Rekstraráætlun þrjú ár fram í tímann hið minnsta ásamt sjóðsstreymi. Núllpunktur og næmisgreining sem sýnir áhrif frávika á helstu þætti rekstursins. Endurskoðaður ársreikningur fyrir a.m.k. tvö sl. ár. Samningar og viljayfirlýsingar ásamt öðrum upplýsingum sem skipta máli varðandi rekstrarafkomu og skuldbindingar félagsins.
  • Fjármögnun og fjárþörf félagsins. Skuldsetning félagsins og hlutfall eigin fjár. Listi yfir núverandi hluthafa séu þeir fyrir hendi og hlutfall hlutafjáreignar þeirra.
  • Hugsanlegur viðauki - ýmsar upplýsingar sem umsækjendur vilja koma á framfæri og tengjast verkefninu.
  • Verkefnisgögnum skal skila á rafrænu formi til framkvæmdastjóra EFS, Bjarna Guðmundsson, bjarni@sudurland.is

Ofangreindur listi er ekki tæmandi en gefur hugmynd um þær kröfur sem gerðar eru til verkefna sem lögð eru fyrir EFS. Félagið mun leitast við að svara umsóknum skriflega innan fjögurra vikna frá móttöku gagna. Í einstökum tilvikum getur þessi tími þó verið lengri, eftir eðli og umfangi verkefna.