Almenn skilyrði

EFS stefnir að því að fjárfesta með hlutafjárkaupum í verkefnum sem uppfylla neðangreind skilyrði:

  • Verkefnið feli í sér ásættanlega ávöxtunarmöguleika og arðsemi fjármagns með hliðsjón af þeirri áhættu sem í því felst.
  • Verkefnið feli í sér vaxtartækifæri eða nýmæli í atvinnulífi svæðisins.
  • Verkefnið hafi hagrænt gildi, sé atvinnuskapandi og leiði til sem mestra margfeldisáhrifa á atvinnulíf svæðisins.
  • Verkefnið sé fallið til að efla útflutning eða samkeppnisgreinar og sé gjaldeyrissparandi.
  • Verkefnið valdi ekki óeðlilegri samkeppni gagnvart öðrum starfandi fyrirtækjum á svæðinu.

Sé vikið frá framangreindu er heimilt að gera strangari kröfur til verkefnisins um atvinnuvernd og/eða atvinnusköpun.