Fjárfestingastefna EFS

1. Hlutfall hlutafjár í einstökum félögum:
Hlutdeild EFS í einstökum félögum skal að jafnaði ekki vera umfram 25% hlutafjár. Þó er heimilt að auka hlutafé í 35% ef slíkt þykir vænlegt. Við útreikning á hlutfalli eignar í einstöku félagi má taka mið af þeim hlutafjárloforðum sem eru útistandandi að því gefnu að þau fáist greidd innan árs.

2. Hámarksfjárfesting EFS í einstöku félagi:
Að jafnaði skal EFS ekki fjárfesta umfram 10% af eigin fé sjóðsins í einstöku félagi.

3. Ávöxtunarkrafa hlutafjáreignar:
Ávöxtunarkrafa fer eftir aðstæðum hverju sinni og skal fjárfestingartími að jafnaði vera 4-6 ár.

4. Fjármögnun félags:
EFS mun ekki leggja fram hlutafé nema fjármögnun viðkomandi félags sé að fullu tryggð.

5. Endurkaup á hlut EFS:
Jafnan skal við það miðað að skilyrði fyrir kaupum félagsins á hlutafé sé að fyrir liggi hluthafasamkomulag milli hluthafa og félagsins um endurkaup á hlut EFS. Endursala á hlutafé EFS skal taka mið af því að fyrirtækið hafi náð þeim meginárangri sem upphaflega var stefnt að, en þó þannig að fjárhagslegir hagsmunir félagsins séu ætíð tryggðir.